Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Ekkert betra að gera?
9.10.2008 | 11:08
![]() |
Ríkissaksóknari ákveður að fara í saumana á Hafskipsmálinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Verða laun greidd um mánaðamót?
9.10.2008 | 10:50
Apamaðurinn veltir því fyrir sér hvort fyrirtæki muni eiga fé til að greiða laun um mánaðamótin.
Fjöldi vel rekinna fyrirtækja hefur átt digra sjóði inni á bankareikningum og peningamarkaðssjóðum. Nú er þetta fé væntanlega allt tapað. Þar að auki hefur neysla og fjárfesting í landinu vafalaust nær stöðvast vegna óvissunnar og tekjur því dregist hratt saman.
Apamaðurinn veltir því fyrir sér hvort hefndin á Jóni Ásgeiri hafi verið nógu sæt til að réttlæta það að setja allt atvinnulíf í landinu á hausinn.
![]() |
Hér hreyfist ekki neitt" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Slökkviliðsmaðurinn með bensínslönguna
9.10.2008 | 09:09
Á þriðjudagskvöld kom seðlabankastjórinn Davíð Oddsson í viðtal í Kastljósi Sjónvarpsins. Þar lýsti hann yfir þrennu:
Í fyrsta lagi því að stjórnendur íslensku bankanna væru óreiðumenn.
Í öðru lagi því að hann sjálfur hefði aldrei stutt útrás íslenskra fyrirtækja. Það er lygi eins og fram hefur komið síðar. Hann hvatti til útrásar og skuldbatt sjálfur skattgreiðendur á klafa risafjárfestinga á vegum ríkisins, sem ávallt lá fyrir að skiluðu engum arði. Hann gerði líka alvarlega tilraun til að láta ríkið ábyrgjast fyrirtæki í eigu vinar síns, sem nú er nær gjaldþrota.
Í þriðja lagi staðhæfði hann að íslensk stjórnvöld myndu ekki standa við skuldbindingar sínar erlendis. Þetta varð til þess að áhlaup var gert á Kaupþing og bankinn varð gjaldþrota.
Gjaldþrot Kaupþings hefur orðið til þess að lífeyrissjóðirnir hafa nú tapað amk. 10% af eigum sínum. Þeir munu þurfa að skerða lífeyri sjóðsfélaga sinna verulega. Ekkert bendir hins vegar til þess að lífeyrir Davíðs Oddssonar muni skerðast. Hann er tryggður af ríkinu.
Eins og fram kom í viðtalið við bankastjóra Landsbankans í gær var ástæða þess að bankinn lenti í greiðsluvanda sú, að íslensk ríkisskuldabréf, sem sett voru að veði fyrir erlendum skuldum hröpuðu í verði. Verðfallið var afleiðing af yfirlýsingu um yfirtöku ríkisins á Glitni um þarsíðustu helgi. Við yfirtökuna féll gengi krónunnar úr þeim hæðum sem það hafði verið í lengi. Ástæðan fyrir háu gengi var spilaborg sem Davíð Oddsson byggði upp og grundvallaðist á allt of háum vöxtum sem hvöttu til áhættufjárfestinga í íslenskum krónum.
Davíð Oddsson ber meginábyrgð á því hvernig komið er. Framferði hans verður ekki lýst öðruvísi en sem glæpsamlegu. Fyrir það verður hann að gjalda!
![]() |
FME yfirtekur Kaupþing |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Hreinsið nú út!
8.10.2008 | 12:42
![]() |
Fjöldi fólks á mótmælasamkomu Bubba |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hendum Davíð út!
8.10.2008 | 11:27
Allir seðlabankar heims nema sá íslenski sýna ábyrgð. En hér situr Svarta paddan enn, staðráðin í að koma þjóðinni í þrot.
Apamaðurinn leggur til að almenningur taki sig nú saman, fari niður í Seðlabanka, hendi Svörtu pöddunni út og láti hana labba heim á nærbrókinni.
Þegar stjórnendur landsins hlaupa um eins og hauslausar hænur verður fólk að grípa til sinna ráða. Það heitir neyðarréttur.
![]() |
Vaxtalækkanir víða um heim |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Alger óvissa um gengið
8.10.2008 | 10:52
Apamanninum finnst það ekki mjög trúverðugt að Seðlabankinn skuli eiga viðskipti á einu gengi með einhverjar smáupphæðir meðan raungengið er langtum lægra. Afleiðingin af þessu er spákaupmennska þar sem þeir sem hafa aðgang að gjaldeyri geta keypt hann á lágu gengi og selt aftur á háu gengi. Þannig má græða of fjár á örskömmum tíma.
Fastgengi virkar ekki nema frekari aðgerðir komi til og styðji við það. Apamanninum finnst hann sjálfur minni api en margir núna!
Því miður er nú ekkert hægt að stóla á mbl.is lengur í fréttaflutningi af efnahagsmálum. Apamaðurinn sá hins vegar áhugaverða umfjöllun um þetta á vísi.is:
http://www.m5.is/?gluggi=frett&id=60539
![]() |
Seðlabanki miðar áfram við sama gengi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hver veitti heimildina?
8.10.2008 | 09:29
Séu reikningarnir tryggðir af íslenska ríkinu hlýtur einhver að hafa veitt þá ábyrgð. Þann sem það gerði verður nú að draga fram í dagsljósið og draga til ábyrgðar.
![]() |
Yfir 700 milljarðar á ábyrgð ríkisins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Enskunámskeið??
8.10.2008 | 09:07
Kom ekki "stórfrétt" um það í mogganum í fyrradag að Grey Haarde hefði fengið að tala við þennan sama Brown í síma? Gott ef hr. Brúnn hringdi ekki meira að segja í greyið.
Nú kemur þetta. Þarf Haarde kannski að fara á enskunámskeið??
![]() |
Brown hótar aðgerðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sovét-Ísland
8.10.2008 | 00:02
Nú hafa Norðmenn boðist til að lána ríkinu hér 500 milljón evrur. Þeim er ekki svarað. Allt snýst hins vegar um eitthvert rússalán sem allt í einu dúkkaði upp.
Nú er það svo um herra Pútín, að Apamanninum finnst einhvern veginn standa utan á honum að hann sé pínu vafasamur, jafnvel aðeins meira en pínu, og kannski ekki akkúrat maðurinn sem maður vill vera upp á kominn þegar á reynir.
Einhverjir hafa sett fram þá skýringu að ástæðan fyrir Rússadekrinu sé sú að Svarta paddan og félagar séu enn móðgaðir út í Ameríkana fyrir að fara burt með flugvélarnar um árið.
Apamaðurinn man enn eftir kjánahrollinum sem hríslaðist niður bakið þegar hann horfði á Svörtu pödduna troða sér inn í mynd til að lýsa, á sinni bjöguðu ensku, óskoruðu trausti sínu á stefnu Bush í Íraksstríðinu á sínum tíma. Svo ýtti einhver honum frá, því myndavélin átti reyndar að beinast að Bush sjálfum en ekki lúðanum.
Allt var þetta gert til að smjaðra fyrir Bush svo hann tæki ekki flugvélarnar burt. Skömmu síðar kom Bush og sótti flugvélarnar - og var ekki einu sinni að hafa fyrir því að tala sjálfur við íslensku ríkisstjórnina.
Svarta paddan man örugglega mjög vel eftir þessu líka og skammast sín ennþá. Þess vegna er allt gert til að hvekkja Ameríkana - jafnvel þótt það kosti að selja Rússum landið.
![]() |
Davíð: Rússar þurfa að fjárfesta með öruggum hætti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Datt í það með sendiherranum
7.10.2008 | 16:02
Fíflið hefur líkast til hrunið í það með sendiherranum, verið að reyna að tala við hann rússnesku eftir nokkrar vodkaflöskur og misskilið þetta allt saman. Ætli sá rússneski hafi ekki bara boðist til að lána honum fyrir leigubíl heim þegar hann var orðinn leiður á pöddufullri Svörtu pöddunni?
Í alvöru - af hverju er þetta frík þarna ennþá?
![]() |
Seðlabankastjóri: Viðræður standa yfir við Rússa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |