Októberbotninn?
3.10.2008 | 14:54
Apamanninn rekur minni til að þessir fuglar hafi margoft áður sagt að botninum væri náð. Er hann ekki bara að meina októberbotninn, þessi? Svo kemur nóvemberbotninn og svo jólabotninn. Og þá dettur botninn úr þessu öllu saman.
Eða kannski botninn sé bara suður í Borgarfirði, eins og hjá Bakkabræðrum þegar þeir týndu tunnubotninum?
Botninum náð, segja þeir, og hamast við að bera sólarljósið inn í gluggalausan Seðlabankann. Ætli það dugi til?
![]() |
Telur botninum náð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Er þetta ekki rolla sem er botnótt..............
Res (IP-tala skráð) 3.10.2008 kl. 15:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.