Dugnaðarfólk
5.10.2008 | 14:35
Apamanninum finnst alltaf skemmtilegt að fylgjast með fólki sem er duglegt að vinna. Þess vegna hefur hann gaman af fundahöldum ráðherra, bankastjóra og annarra mikilmenna daginn út og inn alla helgina.
Apamanninum finnst hins vegar svolítið skrýtið ef það er hægt að bjarga efnahagslífinu á einni helgi þegar allir útlensku bankarnir sem eiga að hjálpa til eru lokaðir.
Eiginlega finnst Apamanninum þetta svolítið eins og að horfa yfir hóp hraustra hænsna á harðahlaupum fram og til baka - og búið að svipta þau hausunum.
![]() |
Allir róa í sömu átt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Mikið er ég sammála þér. Ætli ráðamenn þjóðarinnar hafi verið að fatta þetta vandamál í síðustu viku. Eða eru þeir kannski blankir, þurfa sumir að borga af lánum á mörgum heimilum. ÚFF !!! Líklega eru þeir bara að næla sér í yfirvinnutíma. Hvernig ætli það sé, fá þeir fasta yfirvinnu eða þurfa þeir að sýna fram á vinnuframlag og mætingu í yfirtíðinni, maður spyr sig.
þrællinn (IP-tala skráð) 5.10.2008 kl. 21:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.