Burt, burt, Grey Haarde!

Geir Haarde fullvissaði þjóðina um það fyrir helgi að hann myndi ná niðurstöðu um lausn á efnahagsvandanum um helgina. Nú er orðið ljóst að engin slík lausn er komin fram.

Það er ömurlegt að hlusta á þetta mannkerti lýsa því yfir að ástandið sé nú slæmt líka annars staðar og að sjá Morgunblaðið gefa sömu túlkun undir fótinn með kjánalegum fréttum af þessum toga.

Hefur gengi breska pundsins fallið um helming?

Hefur gengi evrunnar fallið um helming?

Hefur gengi dollarans fallið um helming?

Trúverðugleiki Geirs Haarde er farinn. Búinn. Hann verður að segja af sér strax og fela öðrum valdataumana. Ef hann gerir það ekki verða aðrir forystumenn Sjálfstæðisflokksins annað hvort að reka hann úr embætti eða kljúfa flokkinn og taka saman höndum við Samfylkinguna um raunverulegar aðgerðir.


mbl.is Geir og Brown ræddust við
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég held þú sért ekki bara búinn að tapa á hlutabréfunum í Glitni heldur sért líka búinn að tapa geðheilsunni.  Geir er að vinna í því að taka á ástandinu, hann sá ekki um að skapa það.  ...þú sérð ekki skóginn fyrir trjánum

Jóhann (IP-tala skráð) 6.10.2008 kl. 13:31

2 identicon

Voðalegt væl er í apamanninum.  Heldur þú virkilega að allt lagist með að Geir segi af sér?  Það myndi bara verða algjör upplausn.

gunnar Gunnarsson (IP-tala skráð) 6.10.2008 kl. 13:46

3 Smámynd: Apamaðurinn

Apamaðurinn hefir aldregi átt nein hlutabréf í Glitni. Vel má vera að Grey Haarde sé að reyna að gera eitthvað, en þegar yfirlýsingar leiðtoga standast ekki þegar til kemur á tímum sem þessum er það grafalvarlegt mál því þá hverfur traustið. Þess vegna á hann að segja af sér og afhenda kínatvífaranum prikið. Engin hætta á að það leiddi af sér meiri upplausn en orðin er.

Apamaðurinn, 6.10.2008 kl. 13:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband