Lesið ávarpið hér!!
6.10.2008 | 15:03
Apamaðurinn hefur komist yfir uppkast að ávarpi forsætisráðherra. Auðvitað tímamótalesning:
"Ágætu landsmenn.
Staða mála er alvarleg. Það er ekki okkur að kenna því hún er alvarleg um allan heim. Ég hef fundað með fjölda manns. Allir hafa sínar skoðanir á því hvað eigi að gera. Við erum að vinna í þessu á fullu. Ég hef engin svör en gæti kannski haft þau einhvern tíma seinna. Takk fyrir og bless"
![]() |
Forsætisráðherra flytur ávarp |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég held það líka.
Helgi Hrafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 6.10.2008 kl. 15:23
Ég myndi reyndar vilja sjá það svona:
Góðir landsmenn, ég hef ákveðið að segja af mér.
Takk og bless
Steini Thorst, 6.10.2008 kl. 15:25
það vantar líka að hann tali um svefnþörf þeirra sem hafa fundað eða svefnleysi.... kanski þeir þurfi bara að leggjast undir feld eins og menn gerðu til forna til að leysa allan vanda með þögulu þunglyndi sínu.
g (IP-tala skráð) 6.10.2008 kl. 15:29
Margur vildi Lilju kveðið hafa. Þetta er óhugnalega sennileg ræða. Ef þetta er innihald ávarpsins legg ég til þess að hafin verði vopnuð valdataka. Ef hann er ekki með eitthvað tromp í erminni sem getur réttlætt allt pukrið undanfarna daga, ja þá hefur þessi ríkisstjórn ekkert að gera í stjórnarráðinu.
Jón (IP-tala skráð) 6.10.2008 kl. 15:31
Hvað með:
„Góðir Íslendingar.
Ísland er orðið gjaldþrota.
Þau ykkar sem hafið tök á því að komast yfir farartæki sem getur flutt ykkur úr landi, sjáumst á Frönsku Rivíerunni.
Bestu þakkir fyrir ofeldið.“
Þór Sigurðsson, 6.10.2008 kl. 15:36
Þetta var alveg laukrétt.
jón (IP-tala skráð) 6.10.2008 kl. 16:44
Apamaðurinn þakkar framkomnar athugasemdir við frumhlaupið. Hann hvetur eindregið til þess að Sigurði Einarssyni verði rænt, svona eins og Soffíu frænku, og gerður að forsætisráðherra, fjármálaráðherra og seðlabankastjóra. Apamaðurinn komst að þessari niðurstöðu eftir viðtal við Sigurð í Kastljósinu í kvöld. Honum var létt að sjá að einhver af þessum banka- og stjórnmálamönnum skuli vera með fullu viti.
Apamaðurinn, 6.10.2008 kl. 22:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.