Sovét-Ísland
8.10.2008 | 00:02
Nú hafa Norðmenn boðist til að lána ríkinu hér 500 milljón evrur. Þeim er ekki svarað. Allt snýst hins vegar um eitthvert rússalán sem allt í einu dúkkaði upp.
Nú er það svo um herra Pútín, að Apamanninum finnst einhvern veginn standa utan á honum að hann sé pínu vafasamur, jafnvel aðeins meira en pínu, og kannski ekki akkúrat maðurinn sem maður vill vera upp á kominn þegar á reynir.
Einhverjir hafa sett fram þá skýringu að ástæðan fyrir Rússadekrinu sé sú að Svarta paddan og félagar séu enn móðgaðir út í Ameríkana fyrir að fara burt með flugvélarnar um árið.
Apamaðurinn man enn eftir kjánahrollinum sem hríslaðist niður bakið þegar hann horfði á Svörtu pödduna troða sér inn í mynd til að lýsa, á sinni bjöguðu ensku, óskoruðu trausti sínu á stefnu Bush í Íraksstríðinu á sínum tíma. Svo ýtti einhver honum frá, því myndavélin átti reyndar að beinast að Bush sjálfum en ekki lúðanum.
Allt var þetta gert til að smjaðra fyrir Bush svo hann tæki ekki flugvélarnar burt. Skömmu síðar kom Bush og sótti flugvélarnar - og var ekki einu sinni að hafa fyrir því að tala sjálfur við íslensku ríkisstjórnina.
Svarta paddan man örugglega mjög vel eftir þessu líka og skammast sín ennþá. Þess vegna er allt gert til að hvekkja Ameríkana - jafnvel þótt það kosti að selja Rússum landið.
![]() |
Davíð: Rússar þurfa að fjárfesta með öruggum hætti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Erum við ekki að gera það sama og rússar gerðu hér um árið (eða áratugum ef við viljum vera svo gamlir í þessu...). Þegar þeir fóru þvert á vilja Breta og annara þjóða (man þó ekki nákvæmlega hverjar þær voru, rámar í að flestar evrópuþjóðir hafi staððið með bretum til að byrja með) og keyptu af okkur þorsk.
Eina ástæðan sem virðist hafa verið ríkjandi fyrir þessari ákvörðun var til að hrella BNA í þá daga.
Annars er voða erfitt að spá hvað fólkið þarna á Austurvelli er að hugsa akkúrat þessa dagana, allt svo mikil ringulreið. Því miður.
Samúel Úlfur Þór, 8.10.2008 kl. 02:32
Á ensku er notað orðtækið, "be careful what you wish for, you might just get it." Davíð Oddsson, Hannes Hómsteinn og Kó fengu ósk sína uppfyllta; þeir komust til valda í landinu og réðu því eftir sínum hætti um áratuga skeið.
Með þeim afleiðingum að, (1) fyrst, þeir missa varnarliðið úr landi, (2) annað, þeir stýra landinu í efnahagslega rúst og gjaldþrot, og (3) þriðja þeir selja það í hendur Rússum (kannski), okkar erkióvinum og hugmyndafræðilegu andstæðu.
Hvílík þrenna. Eins og kaninn segir, "who would have thunk it?"
Logi Gunnarsson (IP-tala skráð) 8.10.2008 kl. 05:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.