Slökkviliðsmaðurinn með bensínslönguna

Á þriðjudagskvöld kom seðlabankastjórinn Davíð Oddsson í viðtal í Kastljósi Sjónvarpsins. Þar lýsti hann yfir þrennu:

Í fyrsta lagi því að stjórnendur íslensku bankanna væru óreiðumenn.

Í öðru lagi því að hann sjálfur hefði aldrei stutt útrás íslenskra fyrirtækja. Það er lygi eins og fram hefur komið síðar. Hann hvatti til útrásar og skuldbatt sjálfur skattgreiðendur á klafa risafjárfestinga á vegum ríkisins, sem ávallt lá fyrir að skiluðu engum arði. Hann gerði líka alvarlega tilraun til að láta ríkið ábyrgjast fyrirtæki í eigu vinar síns, sem nú er nær gjaldþrota.

Í þriðja lagi staðhæfði hann að íslensk stjórnvöld myndu ekki standa við skuldbindingar sínar erlendis. Þetta varð til þess að áhlaup var gert á Kaupþing og bankinn varð gjaldþrota.

Gjaldþrot Kaupþings hefur orðið til þess að lífeyrissjóðirnir hafa nú tapað amk. 10% af eigum sínum. Þeir munu þurfa að skerða lífeyri sjóðsfélaga sinna verulega. Ekkert bendir hins vegar til þess að lífeyrir Davíðs Oddssonar muni skerðast. Hann er tryggður af ríkinu.

Eins og fram kom í viðtalið við bankastjóra Landsbankans í gær var ástæða þess að bankinn lenti í greiðsluvanda sú, að íslensk ríkisskuldabréf, sem sett voru að veði fyrir erlendum skuldum hröpuðu í verði. Verðfallið var afleiðing af yfirlýsingu um yfirtöku ríkisins á Glitni um þarsíðustu helgi. Við yfirtökuna féll gengi krónunnar úr þeim hæðum sem það hafði verið í lengi. Ástæðan fyrir háu gengi var spilaborg sem Davíð Oddsson byggði upp og grundvallaðist á allt of háum vöxtum sem hvöttu til áhættufjárfestinga í íslenskum krónum.

Davíð Oddsson ber meginábyrgð á því hvernig komið er. Framferði hans verður ekki lýst öðruvísi en sem glæpsamlegu. Fyrir það verður hann að gjalda!


mbl.is FME yfirtekur Kaupþing
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kapítalisminn er hruninn !!!!

Jessss.....brosið hringinn með roð í kinnum!!!!

Dís

Sigríður Bryndís Baldvinsdóttir (IP-tala skráð) 9.10.2008 kl. 19:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband