Ekkert betra að gera?
9.10.2008 | 11:08
Ætti ekki ríkissaksóknari frekar að einbeita sér að því að taka framgöngu Davíðs Oddssonar til opinberrar rannsóknar?
![]() |
Ríkissaksóknari ákveður að fara í saumana á Hafskipsmálinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
- Úrdr. úr X. kafla almennra hegningarlaga -
91. gr. Hver, sem kunngerir, skýrir frá eða lætur á annan hátt uppi við óviðkomandi menn leynilega samninga, ráðagerðir eða ályktanir ríkisins um málefni, sem heill þess eða réttindi gagnvart öðrum ríkjum eru undir komin, eða hafa mikilvæga fjárhagsþýðingu eða viðskipta fyrir íslensku þjóðina gagnvart útlöndum, skal sæta fangelsi allt að 16 árum.
Sömu refsingu skal hver sá sæta, sem falsar, ónýtir eða kemur undan skjali eða öðrum munum, sem heill ríkisins eða réttindi gagnvart öðrum ríkjum eru undir komin.
Sömu refsingu skal enn fremur hver sá sæta, sem falið hefur verið á hendur af íslenska ríkinu að semja eða gera út um eitthvað við annað ríki, ef hann ber fyrir borð hag íslenska ríkisins í þeim erindrekstri.
Hafi verknaður sá, sem í 1. og 2. mgr. hér á undan getur, verið framinn af gáleysi, skal refsað með …1) fangelsi allt að 3 árum, eða sektum, ef sérstakar málsbætur eru fyrir hendi.
- Svo er hér annar gullmoli úr XV. Kafla. -
Ef þetta er ekki stjórnleysi og pólitísk upplausn sem er hér á ferðinni, þá veit ég ekki hvað!?
P.S. Vek enn og aftur athygli á undirskriftasöfnuninni til áskorunar um afsögn stjórnarformanns Seðlabankans.
P.P.S. Tel það gagnlegt að vista þetta hér, því vefur Alþingis virðist vera að kikna undan álagi þessa stundina.
Guðmundur Ásgeirsson, 9.10.2008 kl. 14:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.