Ríkjasamband við Noreg strax!
9.10.2008 | 12:35
Það er ömurlegt að sjá Haarde reyna að kenna Bretum um það sem allir vita að er Davíð Oddssyni að kenna. Það er líka ömurlegt að sjá hann lýsa því yfir að allar innstæður í bönkum séu tryggðar. Hvernig eiga þær að vera tryggðar þegar verið er að selja eigur bankanna á brunaútsölu fyrir brot af því verði sem fengist hefði fyrir þær ef íslenski seðlabankinn hefði tekið á málefnum Glitnis á sama hátt og seðlabankar annarra landa hafa gert gagnvart sínum bönkum?
Innistæðurnar eru auðvitað alls ekki tryggðar því ríkið er í raun gjaldþrota!
Það má alls ekki trúa orðum Haarde eða annarra stjórnmálamanna. Þeir hafa engan skilning á stöðunni sem þeir eru búnir að koma þjóðinni í.
Ef rússalánið verður svo tekið er efnahagslegt sjálfstæði okkar komið í hendurnar á Pútín. Þá verður ekki aftur snúið!
Íslensk stjórnvöld eru algerlega rúin trausti eftir að hafa látið snarbrjálaðan mann eyðileggja efnahagskerfi landsins. Landið er komið í þrot og á sér ekki viðreisnar von sem sjálfstætt ríki. Apamaðurinn leggur til að þegar í stað verði óskað eftir ríkjasambandi við Noreg og íslenska ríkisstjórnin verði sett af.
![]() |
Forsætisráðherra: Breska fjármálaeftirlitið felldi Kaupþing |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:44 | Facebook
Athugasemdir
Afhverju ætti fólk að trúa þér núna og taka ekki útaf reikningum sínum??? ert þú ekki búinn að segja að allt sé í góðu lagi undarfarið en svo er fólk núna að tapa alveg fullt af peningum!!!!!!
'eg spyr bara ????????
Marteinn Unnar Heiðarsson, 9.10.2008 kl. 12:47
Ég get vel skilið að bretar séu fúlir út í íslendinga því borgarfélög hérna með peninga í íslenskum bönkum virðast þurfa að undirbúa sig fyrir mikið peningatap.
Ég skil ekki hvernig það er ósanngjarnt af bretum að gera þessar aðgerðir og ég skil ekki hvernig það er bretum og engum öðrum að kenna að Kaupþing hafi farið svona.
Ég styð Geir í flestu en mér finnst hann aðeins úti að aka með þetta.
Síðast en ekki síst, ég skil engan veginn hvernig þú ferð að því að kenna Davíð Oddsyni, seðlabankastjóra, um þetta, getur þú fært rök fyrir því með eitthvað á bakvið þau?
Skafti (IP-tala skráð) 9.10.2008 kl. 12:54
Davíð Oddsson lýsti því yfir í sjónvarpsviðtali að ríkið myndi ekki standa við skuldbindingar sínar erlendis.
Apamaðurinn, 9.10.2008 kl. 22:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.