Gerum Vilhjálm strax að seðlabankastjóra

Ef einhver dugur er í Samfylkingunni ætti hún að krefjast þess að Villi Egils verði strax gerður að seðlabankastjóra og Svörtu pöddunni hent öfugri út.

Það segir sig auðvitað sjálft að eðlilegast er að leita til IMF sem er sú stofnun sem sérhæfir sig í að koma til bjargar við svona aðstæður. Það er ótrúlegt og furðulegt að fávitinn Geir Haarde skuli heldur vilja leita til Rússa, sem allir geta sagt sér sjálfir að ætla að nýta ástandið sér til framdráttar.

Apamaðurinn á ekki orð yfir því að forsætisráðherrann skuli vera svo gersamlega skyni skroppinn að jafnvel þegar hann er búinn að koma landinu á hausinn skuli aðalmálið hjá honum vera að reyna að slá einhverjar pólitískar keilur með því að hvekkja vesturlönd og pirra Breta með svona fíflagangi.

Sjálfstæðisflokkurinn er búinn að vera. Hann hefur valið sér trúð til forystu - og trúðurinn er ekki einu sinni fyndinn!


mbl.is Vill fá aðstoð Alþjóða gjaldeyrissjóðsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband