Hvers vegna var ekki svarað?

Apamaðurinn furðar sig á því að íslensk stjórnvöld skuli ekki strax hafa svarað yfirlýsingum Darlings og Browns ef þær voru rangar. Hefði það verið gert hefði Kaupþing líkast til staðið.

Það er augljóst á athugasemdum við greinina í Guardian, sem vísað er til, að breskir lesendur vita ekki betur en það liggi fyrir að íslensk stjórnvöld ætli ekki að borga. Enn hefur enginn haft fyrir því að leiðrétta þetta.

Við komumst sjálfsagt aldrei að því hvað dýralæknirinn sagði. Einhver stakk upp á þessu:

Darling: "Will you honour your obligations?"

Dýri: "Me no understand."

Darling: "Will you guarantee the Icesave deposits?"

Dýri: "Now me understand. Me no say me no pay."

Darling: "You mean you will not pay??"

Dýri: "Yes, me no no pay Darling"

En ef forsætisráðherra hefði einfaldlega gefið yfirlýsingu um það strax í kjölfarið á yfirlýsingum breskra ráðamanna að við hyggðumst standa við allar skuldbindingar hefði þetta aldrei farið svona.

Byrjunin er að lýsa íslensku ráðherrana gjaldþrota og hirða eignir þeirra. Næsta skref er að skoða málssókn á hendur breskum stjórnvöldum.


mbl.is „Sparkað í liggjandi (Ís)land"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég held að þú hittir á rétta greiningu.

Valsól (IP-tala skráð) 10.10.2008 kl. 23:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband