Endanlega orðnir brjálaðir

Apamaðurinn getur ekki ályktað annað en nú séu seðlabankastjórarnir orðnir endanlega brjálaðir. Eða snýst þetta kannski um að koma því sem eftir er af fyrirtækjum í landinu endanlega á kné?

Óhóflegir stýrivextir eru meginástæðan fyrir þeirri krísu sem við erum í núna. Það eina sem svona lagað skilar er enn meiri vandræði. Það er mikill misskilningur að þetta verði til þess að styðja við gengi krónunnar. Það mun ekki gerast því það trúir enginn lengur á stefnu þessa banka, eftir að aðalbankastjórinn gerði lýðum ljóst að hann er ekkert annað en aumkunarvert flón!

Nú er aðeins eitt til ráða. Við verðum að mæta í Seðlabankann og stjórnarráðið og hreinsa út. Strax í dag!


mbl.is Stýrivextir hækkaðir um 6 prósentur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fannar frá Rifi

IMF er ástæðan.

Fannar frá Rifi, 28.10.2008 kl. 09:39

2 Smámynd: Johnny Bravo

Hvað veistu um stýrivexti?

Það þarf bara að byrja þarna, til að ná niður verðbólgunni til að við með verðtryggðlán förum ekki öll á hausinn.

Svo er það spurning um að finna lánsfé eins og staðan er í dag ef maður fær ekki hærri vexti en verðbólgan er þá vill maður ekki spara.

Þegar fé fer að koma hingað inn eftir þessum vöxtum þá fer krónan að styrkjast og þá lækka vörurnar.Það hjálpar öllum.

Varðandi fyrirtæki þá eru það ekki þessir vextir sem gilda heldur vextirnir hjá viðskiptabönkunum.

Ríkið mun örugglega halda fyrirtækjum á floti í gegnum bankana.

Það tók 6 daga síðast hjá viðskiptabönkum að breyta vöxtunum sjáum til hvað þeir verða fljótir núna.

Ef þetta er of mikil hækkun þá mun verðbólgan lækka hratt og krónan styrkjast mikið og þá er leikur einn að lækka þetta aftur.

Johnny Bravo, 28.10.2008 kl. 10:06

3 identicon

Það er líka hægt að draga þá álíktun að apamaðurinn sé enn fastur á steinöld, amk fylgist hann ekki með fréttum. Frekar auðvelt að draga ályktun hvaðan þessi hækkun kemur. En sumir eru kannski bara illa upplýstir.

nonni (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 11:36

4 Smámynd: Apamaðurinn

Hugtakið stýrivextir á ekki við um vexti seðlabankans hér. Þeir stýra engu, nema að þeir beina lántakendum til útlanda. Það þarf enginn að segja Apamanninum að stjórnvöld hefðu ekki getað útskýrt það fyrir IMF.

Apamaðurinn, 28.10.2008 kl. 12:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband