Vaxtahækkun styður ekki við gengið
28.10.2008 | 12:26
Um síðustu mánaðamót knésetti seðlabankastjórinn Glitni. Annað hvort gerði hann sér enga grein fyrir afleiðingunum, eða honum var alveg sama. Strax í kjölfarið hrundu hinir íslensku bankarnir og gjaldeyrisviðskipti stöðvuðust. Með fáheyrðu sjónvarpsviðtali, sem afhjúpaði heimsku hans og hroka lagði seðlabankastjórinn sitt lóð á vogarskálarnar til þess.
Í kjölfarið lýsti seðlabankastjórinn því yfir að hann ætlaði að halda gengi krónunnar föstu. Tveimur dögum síðar kom að sjálfsögðu í ljós að það var ekki hægt.
Síðan, undir þrýstingi, lækkaði seðlabankastjórinn vexti. Nú hækkar hann þá aftur og gerir fyrirtækjum í landinu í raun ókleift að starfa.
Það mun enginn láta sér detta í hug að kaupa krónur meðan þessi seðlabankastjóri, sem hefur endanlega gert út af við trúverðugleika bankans, er við völd.
Eina leiðin til að styrkja gengið er að henda þessu skrípi öfugu út úr Seðlabankanum strax og læsa það inni í fangelsi, þar sem það fær að rotna það sem eftir er ævinnar!
Mun ríkisstjórnin gera það? Nei. Við verðum að gera það sjálf.
Erfitt fyrir fólk og fyrirtæki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Af hverju eru íslendingar að kvarta? Íslenska fólkið hefur aftur og aftur kosið sérhagsmunaflokkana D og B. Allir sem kusu B og D eiga sjálfir sök á hvernig málum er háttað í dag.
Nýfjötri (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 14:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.