Að "haarda" með vinunum
1.11.2008 | 11:42
Nú verður allt vitlaust í Bretlandi þegar í ljós kemur að Brown var aðvaraður.
En hvað með Ísland. Finnst engum öðrum en Apamanninum neitt athugavert við að Geir hafi vitað það í vor að bankarnir væru á leið í hrun en ekki gert neitt í því? Finnst engum ámælisvert að þá hafi ekki strax verið mótuð aðgerðaáætlun sem mætti grípa til þegar á þyrfti að halda?
Finnst engum neitt að því að þetta grey hafi bara verið að "haarda" með vinunum í stjórninni, dunda við Öryggisráðsframboðið og svona og segja brandara?
Aðvörunin verði rannsökuð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Og fara heim, ekki með fallegustu stelpunni á ballinu, en einni sem kom að sama gagni. Ekki gleyma því.
Heimir Tómasson, 8.11.2008 kl. 19:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.