Bloggfærslur mánaðarins, október 2008
Myndu Færeyingar...
29.10.2008 | 16:22
... vilja taka þá ábyrgð á íslenskum efnahagsmálum sem upptaka gjaldmiðils fæli í sér? Myndu þeir vilja taka ábyrgð á samfélagi sem kýs dæmda þjófa á þing?
Það efast nú Apamaður um!
![]() |
Árni Johnsen vill færeyska krónu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Gerumst færeysk nýlenda
29.10.2008 | 09:15
Apamaðurinn er þess fullviss að þótt núverandi stjórnvöld hér séu vita vonlaus, vitlaus og spillt, sé samt líklega engum mikið skárri til að dreifa hérlendis.
Færeyingum hefur hins vegar tekist vel að stýra sínu litla samfélagi. Þeir eru menningarþjóð, öfugt við okkur, og eini útrásarvíkingurinn þeirra, Jakob í Rúmfatalagernum, hefur staðið sig vel og sleppt öllu rugli.
Apamaðurinn leggur því til að Íslendingar setji nú af ríkisstjórn, seðlabanka og þing, en segi sig undir Færeyjar. Þá fer landið loks að rísa!
![]() |
Mikill drengskapur Færeyinga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vaxtahækkun styður ekki við gengið
28.10.2008 | 12:26
Um síðustu mánaðamót knésetti seðlabankastjórinn Glitni. Annað hvort gerði hann sér enga grein fyrir afleiðingunum, eða honum var alveg sama. Strax í kjölfarið hrundu hinir íslensku bankarnir og gjaldeyrisviðskipti stöðvuðust. Með fáheyrðu sjónvarpsviðtali, sem afhjúpaði heimsku hans og hroka lagði seðlabankastjórinn sitt lóð á vogarskálarnar til þess.
Í kjölfarið lýsti seðlabankastjórinn því yfir að hann ætlaði að halda gengi krónunnar föstu. Tveimur dögum síðar kom að sjálfsögðu í ljós að það var ekki hægt.
Síðan, undir þrýstingi, lækkaði seðlabankastjórinn vexti. Nú hækkar hann þá aftur og gerir fyrirtækjum í landinu í raun ókleift að starfa.
Það mun enginn láta sér detta í hug að kaupa krónur meðan þessi seðlabankastjóri, sem hefur endanlega gert út af við trúverðugleika bankans, er við völd.
Eina leiðin til að styrkja gengið er að henda þessu skrípi öfugu út úr Seðlabankanum strax og læsa það inni í fangelsi, þar sem það fær að rotna það sem eftir er ævinnar!
Mun ríkisstjórnin gera það? Nei. Við verðum að gera það sjálf.
![]() |
Erfitt fyrir fólk og fyrirtæki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Endanlega orðnir brjálaðir
28.10.2008 | 09:23
Apamaðurinn getur ekki ályktað annað en nú séu seðlabankastjórarnir orðnir endanlega brjálaðir. Eða snýst þetta kannski um að koma því sem eftir er af fyrirtækjum í landinu endanlega á kné?
Óhóflegir stýrivextir eru meginástæðan fyrir þeirri krísu sem við erum í núna. Það eina sem svona lagað skilar er enn meiri vandræði. Það er mikill misskilningur að þetta verði til þess að styðja við gengi krónunnar. Það mun ekki gerast því það trúir enginn lengur á stefnu þessa banka, eftir að aðalbankastjórinn gerði lýðum ljóst að hann er ekkert annað en aumkunarvert flón!
Nú er aðeins eitt til ráða. Við verðum að mæta í Seðlabankann og stjórnarráðið og hreinsa út. Strax í dag!
![]() |
Stýrivextir hækkaðir um 6 prósentur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Lugu Geir og Sólrún?
27.10.2008 | 17:18
![]() |
Icesave getur haft áhrif á IMF |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kann ekki neitt, veit ekki neitt ...
22.10.2008 | 23:51
... getur ekki neitt. Nema eitt. Að gala eitthvað eins og "Við munum ekki láta kúga okkur" og uppskera dynjandi lófatak allra hinna mannapanna sem gleyma því umsvifalaust að aulinn kann ekki, veit ekki og getur ekki neitt.
En Apamaðurinn veit betur!
![]() |
Við munum ekki láta kúga okkur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nú þarf skoðanakönnun!
22.10.2008 | 23:45
![]() |
Ekki rétt að boða til kosninga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Landráð
22.10.2008 | 09:25
Samkvæmt Mogganum í morgun stóð Davíð Oddsson lengst af í vegi fyrir því að samið yrði við IMF.
Hversu mörg fyrirtæki ætli fari á hausinn vegna tafanna sem þetta fyrirbrigði hefur valdið á úrlausn mála?
Hversu margt fólk missir vinnuna beinlínis af völdum þessa manns?
Frá hversu mörgum börnum ætli hann hafi stolið jólagjöfunum?
Sú hegðun sem Davíð Oddsson hefur sýnt af sér getur ekki flokkast undir neitt annað en landráð!
![]() |
Sátt um IMF-lán í Seðlabanka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsfrægð Davíðs
21.10.2008 | 23:22
Aðförin að Glitni er nú tekin að draga dilk á eftir sér um allan heim. Bankar falla eins og spilaborg hver um annan þveran og í miðjum vefnum situr ... hver nema Davíð ræfillinn Oddsson.
Líklega er þetta í fyrsta sinn í sögunni sem hægt er að rekja hrun heils fjármálakerfis til þess að einn pínulítill kall þarf nauðsynlega að hefna sín á óvini sínum.
![]() |
BayernLB leitar aðstoðar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Er íslenski seðlabankastjórinn fífl?
21.10.2008 | 21:49
Apamanninum finnst ekki ólíklegt að blaðamaður Wall Street Journal hafi spurt sig þessarar spurningar þegar hann heyrði svar seðlabankastjórans við spurningunni um það hvers vegna bankinn hefði ekki byggt upp sterkan gjaldeyrisvaraforða. Svarið var að forðinn væri stór miðað við höfðatölu!
Kannski hefur blaðamaðurinn velt því fyrir sér hvort bankastjóranum þætti íslendingar hávaxnir miðað við höfðatölu, þætti veðurfar hér gott miðað við höfðatölu eða kannski þjóðin fjölmenn miðað við höfðatölu!
Með öðrum orðum, það þarf ekki seðlabankastjóra, ekki hagfræðing, ekki stúdent, ekki mann með lágmarksgreind til að vita að höfðatala og stærð gjaldeyrisvaraforða tengjast ekki á nokkurn einasta hátt.
Blaðamaðurinn spurði ekki frekar. Honum hefur væntanlega þótt það fremur tilgangslítið. Hann bætti bara við þeirri athugasemd að Íslendingar væru aðeins 300.000.
Lesendur blaðsins hljóta hins vegar að velta einu fyrir sér: Ef þetta er einn af bestu sonum þessarar þjóðar, hvernig er þá restin?
![]() |
Íslands-heilkennið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |