Ríkisvæðing Glitnis dregur dilk á eftir sér
7.10.2008 | 13:04
Í kjölfar orða hins vandaða bankastjóra Halldórs J. Kristjánssonar um afleiðingarnar af ríkisvæðingu Glitnis getur Apamaðurinn ekki annað en ítrekað síðustu færslu sína, en hún hljóðar svo:
"Svörtu pödduna í fangelsi!
Apamaðurinn heldur reyndar að það sé ekki rétt að Seðlabankinn hafi gert mistök með árásinni á Glitni. Þetta var vísvitandi tilraun Svörtu pöddunnar til að knésetja óvini sína og því miður virðist hún hafa tekist.
Krafan um að þessu ótótlega fyrirbrigði verði hent öfugu út úr Seðlabankanum er allt of væg. Það á einfaldlega að loka svona pakk inni í fangelsi - og henda svo lyklinum!"
![]() |
Hundruð milljarða vegna Icesave |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Svörtu pödduna í fangelsi!
7.10.2008 | 12:38
Apamaðurinn heldur reyndar að það sé ekki rétt að Seðlabankinn hafi gert mistök með árásinni á Glitni. Þetta var vísvitandi tilraun Svörtu pöddunnar til að knésetja óvini sína og því miður virðist hún hafa tekist.
Krafan um að þessu ótótlega fyrirbrigði verði hent öfugu út úr Seðlabankanum er allt of væg. Það á einfaldlega að loka svona pakk inni í fangelsi - og henda svo lyklinum!
![]() |
Glitnisyfirtakan áþekk mistök og gjaldþrot Lehmans |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Loksins, loksins!
7.10.2008 | 09:03
Rétt eins og hinir íslensku aparnir hlýtur Apamaðurinn að gleðjast ósegjanlega yfir því að við skulum loksins vera orðin fræg.
Það var erfitt, en tókst á endanum!
![]() |
Allra augu á Íslandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Áfram Óli F.
6.10.2008 | 22:45
![]() |
Ólafur F.: Leggur til niðurfellingu fargjalda í Strætó |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lesið ávarpið hér!!
6.10.2008 | 15:03
Apamaðurinn hefur komist yfir uppkast að ávarpi forsætisráðherra. Auðvitað tímamótalesning:
"Ágætu landsmenn.
Staða mála er alvarleg. Það er ekki okkur að kenna því hún er alvarleg um allan heim. Ég hef fundað með fjölda manns. Allir hafa sínar skoðanir á því hvað eigi að gera. Við erum að vinna í þessu á fullu. Ég hef engin svör en gæti kannski haft þau einhvern tíma seinna. Takk fyrir og bless"
![]() |
Forsætisráðherra flytur ávarp |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Burt, burt, Grey Haarde!
6.10.2008 | 12:45
Geir Haarde fullvissaði þjóðina um það fyrir helgi að hann myndi ná niðurstöðu um lausn á efnahagsvandanum um helgina. Nú er orðið ljóst að engin slík lausn er komin fram.
Það er ömurlegt að hlusta á þetta mannkerti lýsa því yfir að ástandið sé nú slæmt líka annars staðar og að sjá Morgunblaðið gefa sömu túlkun undir fótinn með kjánalegum fréttum af þessum toga.
Hefur gengi breska pundsins fallið um helming?
Hefur gengi evrunnar fallið um helming?
Hefur gengi dollarans fallið um helming?
Trúverðugleiki Geirs Haarde er farinn. Búinn. Hann verður að segja af sér strax og fela öðrum valdataumana. Ef hann gerir það ekki verða aðrir forystumenn Sjálfstæðisflokksins annað hvort að reka hann úr embætti eða kljúfa flokkinn og taka saman höndum við Samfylkinguna um raunverulegar aðgerðir.
![]() |
Geir og Brown ræddust við |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dugnaðarfólk
5.10.2008 | 14:35
Apamanninum finnst alltaf skemmtilegt að fylgjast með fólki sem er duglegt að vinna. Þess vegna hefur hann gaman af fundahöldum ráðherra, bankastjóra og annarra mikilmenna daginn út og inn alla helgina.
Apamanninum finnst hins vegar svolítið skrýtið ef það er hægt að bjarga efnahagslífinu á einni helgi þegar allir útlensku bankarnir sem eiga að hjálpa til eru lokaðir.
Eiginlega finnst Apamanninum þetta svolítið eins og að horfa yfir hóp hraustra hænsna á harðahlaupum fram og til baka - og búið að svipta þau hausunum.
![]() |
Allir róa í sömu átt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Framtíðarleiðtogi þjóðarinnar!
5.10.2008 | 14:25
Apamaðurinn getur varla vatni haldið yfir yfirburðavitsmunaskerpu framsóknarkonu þessarar. Það að hafa nægilegt innsæi til að átta sig á því að í kjölfar fjármálakreppu muni fjárfestar fara varlega lýsir auðvitað bara tærri snilld. Svo sýnir það auðvitað ótrúlega yfirvegun og djúphygli að ná að halda sig við almennar prjónablaðaklisjur um mismun kynjanna þegar við liggur að efnahagskerfið í landinu sé hrunið.
Framtíðarleiðtogi þjóðarinnar er greinilega fundinn. Með fiðlu og allt!
![]() |
Siv: Þáttur kvenlegra gilda mun aukast |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífeyrissjóðir og vaxtastefna
4.10.2008 | 13:37
Apamaðurinn er ekki alveg sannfærður um að það sé sniðugt að selja allar erlendar eignir lífeyrissjóðanna og kaupa fyrir þær krónur. Ástæðan er einfaldlega sú, að traust Apamannsins á hæfni íslenskra stjórnvalda og Seðlabankans til að taka réttar ákvarðanir er afar lítið um þessar mundir. Það grundvallast á reynslunni.
Í Mogganum í dag er viðtal við þaulsætinn bankaráðsmann í Seðlabankanum. Sá heitir Hannes Hólmsteinn Gissurarson. Hann er þar spurður hvort það sýni ekki gagnleysi vaxtastefnu bankans að hún skuli ekki virka. Svarið er að hún virki á endanum vegna þess að það sé gamalt lögmál að á endanum leiði háir vextir til samdráttar.
Apamanninum finnst þetta ákaflega heimskulega mælt. Vextir Seðlabankans virka að sjálfsögðu ekki vegna þess að hagkerfið hér er opið fyrir erlendu fjármagni og algerlega háð viðskiptum við önnur lönd. Kenningin sem bankaráðsmaðurinn vísar til á aðeins við í stóru lokuðu hagkerfi eins og t.d. BNA. En vandi Seðlabankans kristallast í því að sérfræðingar bankans hanga í kenningum sem þeim voru einhvern tíma kenndar í skóla, en gleymdist að útskýra fyrir þeim að ættu bara stundum við. Bankastjórinn er of illa gefinn og ábyrgðarlaus til að velta því fyrir sér sjálfur hvort sérfræðingarnir hafi endilega rétt fyrir sér. Og bankaráðsmaðurinn mótaði sér þá lífsafstöðu fyrir 20 árum síðan að hagsmunum sínum væri best borgið með því að fylgja leiðtoganum alltaf í algjörri blindni, sama hvað á gengi.
Ákvarðanataka á svona grundvelli er ástæða þess að Apamaðurinn óttast nú um lífeyrissjóðina. Ef Samfylkingin sér ekki til þess að heimflutningi fjár þeirra fylgi alger stefnubreyting í Seðlabankanum þar sem vextir verði lækkaðir umtalsvert strax og lögum um bankann breytt, þá óttast Apamaðurinn að töluverður hluti af lífeyri landans gæti tapast á einu bretti.
![]() |
Mætt snemma til funda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Strútafélagið ályktar
3.10.2008 | 15:22
Strútafélag Íslands hefur sent frá sér svohljóðandi ályktun:
Nú þegar allt bendir til þess að við séum öll að fara á hausinn liggur í augum uppi að affarasælast er að fara að dæmi seðlabankastjóra, kennara, lækna og annarra hófstilltra aðila og reka hann eins djúpt ofan í sandinn og nokkur kostur er á.
Sé sandur ekki tiltækur er réttast að stinga höfðinu þið vitið hvert!
Bíða svo bara!
![]() |
Kennarar taka undir með landlækni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |