Októberbotninn?
3.10.2008 | 14:54
Apamanninn rekur minni til að þessir fuglar hafi margoft áður sagt að botninum væri náð. Er hann ekki bara að meina októberbotninn, þessi? Svo kemur nóvemberbotninn og svo jólabotninn. Og þá dettur botninn úr þessu öllu saman.
Eða kannski botninn sé bara suður í Borgarfirði, eins og hjá Bakkabræðrum þegar þeir týndu tunnubotninum?
Botninum náð, segja þeir, og hamast við að bera sólarljósið inn í gluggalausan Seðlabankann. Ætli það dugi til?
![]() |
Telur botninum náð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tilvonandi seðlabankastjóri??
3.10.2008 | 14:12
Orkuveitan traustsins verð!
3.10.2008 | 14:06
Það kemur Apamanninum ekki á óvart að Orkuveitan fái lán á góðum kjörum. Hún hefur einokunarstöðu á húshitunarmarkaði gagnvart þorra þjóðarinnar og nýleg 10% hækkun sýnir að Orkuveitan hikar ekki við að nýta sér þá stöðu. Það skiptir í rauninni engu máli hversu miklu OR tapar á fjárfestingum í rafmagnsframleiðslu handa álverum. Það næst allt til baka á taxtahækkunum til almennings. Lánveitendur hrífast af svona fyrirtækjum. Þeir vilja allt fyrir þau gera.
![]() |
OR semur um fjármögnun á hagstæðum kjörum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hvað með kínatvífarann?
3.10.2008 | 11:35
![]() |
Vangaveltur um næsta Nóbelsskáld |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Apamaðurinn hlakkar til
3.10.2008 | 09:23
Apamaðurinn hlakkar eiginlega bara til að labba í vinnuna eftir götum troðfullum af fólki meðan bílarnir hírast heima aumlegir. Bara gaman að fá tækifæri til að upplifa það.
En hvernig var þetta annars í gamla daga. Var ekki úldinni síld og alls konar drasli prangað inn á Rússa í skiptum fyrir olíu? Er ekki hægt að taka þann pakka aftur?
![]() |
Hætta á að landið verði olíulaust |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fiðluleikur
2.10.2008 | 15:00
Apamaðurinn efast um að nokkur sem horfði upp á málpípu Seðlabankastjórans, ábyggilega bláedrú í þetta skiptið, rífa kjaft við Sigurð G. Guðjónsson á Stöð 2 í gær, efist um það eitt andartak að stórmerkar fréttaskýringar Morgunblaðsins um þessi mál standi eins og stafur á bók.
Í alvöru: Nú veitir sænski seðlabankinn gjaldeyri inn í bankakerfið í formi lánsfjár. Þar á bæ er ekki valin sú leið að þjóðnýta bankana. Kannski það sé vegna þess að þar í landi eru ákvarðanir af þessum toga teknar af sérfræðingum en ekki hálfvitlausum kjána sem sér bankakreppuna fyrst og fremst sem tækifæri til að ná sér niðri á einhverjum mönnum sem hann hatar heilu hatri - og enginn veit einu sinni af hverju!
Af hverju tekur enginn af honum fiðluna - og rotar hann svo með henni?
![]() |
Fjárþörfin 230 milljarðar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |