Öllum hinum að kenna

Er nú GH alveg búinn að gleyma atburðarásinni og farinn í að kenna öllum öðrum en sjálfum sér um hvernig fór? Man hann ekki að það var hann sjálfur og Davíð félagi hans sem settu hrunadansinn af stað með Glitnismálinu? Man hann ekki að hann sjálfur tafði ákvarðanatöku, bullaði út í loftið, skaðaði orðspor landsins og átti almennt stóran þátt í atburðarásinni?

Vissulega eiga þeir að sæta ábyrgð sem hafa brotið lög? En hvað um þá sem hafa brotið af sér í starfi á ögurstundu með gáleysi og heimsku? Bera þeir enga ábyrgð? "Me no no pay"?


mbl.is Geir: Herða beri viðurlög
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef ég er að fíflast á ystu nöf og heng þar og er við það að detta, þá er það samt morða að stiga á fingunar á mér.

skari (IP-tala skráð) 11.10.2008 kl. 15:34

2 identicon

Ekki kvartaði þjóðin þegar hagvöxtur var sem mestur og flestir gátu leyft sér allt, þjóðin kaus D lista aftur og aftur (ég þar með talinn) og vissi maður ekki betur en allt væri eins og það ætti að vera. Menn gleyma því oft að það sé heimskreppa en ekki bara Íslandskreppa, auðvitað erum við að fara hvað einna verst út úr þessu og má þar helst kenna krónunni um, við hefðum alveg getað kosið framsókn og S lista til að taka upp evruna en það gerðum við ekki og nú svo þegar allt fer á versta veg að þá þykjast allir hafa vitað í hvað stefndi!! Það er eins og hefur áður verið sagt, gott að vera vitur eftir á! Nú væri fínt ef þjóðin hætti að þykjast vera hinn eini sanni lausnari sem alltaf vissi í hvað stefndi því að augljóslega var hún það ekki. Reynum nú að taka þessum áföllum og byggja lærdóm af þeim, held að þetta sé bara gott þjóðarbað sem við erum að ganga í gegnum eftir að hafa gleymt að þvo okkur um hendurnar í nokkur ár. Áfram Ísland!!

Grétar (IP-tala skráð) 11.10.2008 kl. 16:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband