Megrunarkúr eða hungurverkfall

Decode er semsagt loksins að fara á höfuðið.

Apamanninum finnst gott hjá Kára að reyna að halda haus og segja að þetta sé megrunarkúr. En Apamanninum finnst samt líklegra að fyrirtækið sé að fara í hungurverkfall þar sem markmiðið er hægur dauðdagi.

Þetta er fyrirtækið sem Davíð Oddsson ætlaði að veita ríkisábyrgð. Röksemdin var sú að "með því að greiða fyrir nýrri starfsemi ÍE og uppbyggingu hátæknisamfélags á Íslandi sem hefur mikla þjóðhagslega þýðingu, styrkir það efnahag þjóðarinnar þegar til lengri tíma er litið."

Þetta drasl setti Glitni á hausinn um daginn og þar með allt íslenska bankakerfið og þjóðina.

Þetta drasl ætlaði að ræna peningum skattgreiðenda til að borga undir rassgatið á Kára Stefánssyni vini sínum.

Þetta drasl er gerspilltasta kvikindi sem Ísland hefur alið.

Þetta drasl er ennþá Seðlabankastjóri!

Og nú ganga ljósum logum sögur um að það hafi verið að dunda sér við það undanfarið að hjálpa vinum sínum, Rússadindlunum í Landsbankanum að koma peningum þjóðarinnar undan í stórum stíl. Ástæðan fyrir því að Kjartan Gunnarsson hætti við að vera fúll út í það um daginn var víst sú að það hafði þetta á hann.


mbl.is Minna og grennra deCODE
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband