Er íslenski seðlabankastjórinn fífl?

Apamanninum finnst ekki ólíklegt að blaðamaður Wall Street Journal hafi spurt sig þessarar spurningar þegar hann heyrði svar seðlabankastjórans við spurningunni um það hvers vegna bankinn hefði ekki byggt upp sterkan gjaldeyrisvaraforða. Svarið var að forðinn væri stór miðað við höfðatölu!

Kannski hefur blaðamaðurinn velt því fyrir sér hvort bankastjóranum þætti íslendingar hávaxnir miðað við höfðatölu, þætti veðurfar hér gott miðað við höfðatölu eða kannski þjóðin fjölmenn miðað við höfðatölu!

Með öðrum orðum, það þarf ekki seðlabankastjóra, ekki hagfræðing, ekki stúdent, ekki mann með lágmarksgreind til að vita að höfðatala og stærð gjaldeyrisvaraforða tengjast ekki á nokkurn einasta hátt.

Blaðamaðurinn spurði ekki frekar. Honum hefur væntanlega þótt það fremur tilgangslítið. Hann bætti bara við þeirri athugasemd að Íslendingar væru aðeins 300.000.

Lesendur blaðsins hljóta hins vegar að velta einu fyrir sér: Ef þetta er einn af bestu sonum þessarar þjóðar, hvernig er þá restin?


mbl.is Íslands-heilkennið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Villi Asgeirsson

Davíð er nokkuð vel gefinn, miðað við höfðatölu. Þannig lagað.

Villi Asgeirsson, 22.10.2008 kl. 08:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband